1Per il Capo de’ musici. Salmo di Davide. O Dio della mia lode, non tacere,
1Til söngstjórans. Davíðssálmur. Þú Guð lofsöngs míns, ver eigi hljóður,
2perché la bocca dell’empio e la bocca di frode si sono aperte contro di me; hanno parlato contro di me con lingua bugiarda.
2því að óguðlegan og svikulan munn opna þeir í gegn mér, tala við mig með ljúgandi tungu.
3M’hanno assediato con parole d’odio, e m’hanno fatto guerra senza cagione.
3Með hatursorðum umkringja þeir mig og áreita mig að ástæðulausu.
4Invece dell’amore che porto loro, mi sono avversari, ed io non faccio che pregare.
4Þeir launa mér elsku mína með ofsókn, en ég gjöri ekki annað en biðja.
5Essi m’hanno reso male per bene, e odio per il mio amore.
5Þeir launa mér gott með illu og elsku mína með hatri.
6Costituisci un empio su di lui, si tenga alla sua destra un avversario.
6Set óguðlegan yfir mótstöðumann minn, og ákærandinn standi honum til hægri handar.
7Quando sarà giudicato, esca condannato, e la sua preghiera gli sia imputata come peccato.
7Hann gangi sekur frá dómi og bæn hans verði til syndar.
8Siano i suoi giorni pochi: un altro prenda il suo ufficio.
8Dagar hans verði fáir, og annar hljóti embætti hans.
9Siano i suoi figliuoli orfani e la sua moglie vedova.
9Börn hans verði föðurlaus og kona hans ekkja.
10I suoi figliuoli vadan vagando e accattino, e cerchino il pane lungi dalle loro case in rovina.
10Börn hans fari á flæking og vergang, þau verði rekin burt úr rústum sínum.
11Getti l’usuraio le sue reti su tutto ciò ch’egli ha, e gli stranieri faccian lor preda delle sue fatiche.
11Okrarinn leggi snöru fyrir allar eigur hans, og útlendir fjandmenn ræni afla hans.
12Nessuno estenda a lui la sua benignità, e non vi sia chi abbia pietà de’ suoi orfani.
12Enginn sýni honum líkn, og enginn aumkist yfir föðurlausu börnin hans.
13La sua progenie sia distrutta; nella seconda generazione sia cancellato il loro nome!
13Niðjar hans verði afmáðir, nafn hans útskafið í fyrsta ættlið.
14L’iniquità dei suoi padri sia ricordata dall’Eterno, e il peccato di sua madre non sia cancellato.
14Misgjörðar feðra hans verði minnst af Drottni og synd móður hans eigi afmáð,
15Sian quei peccati del continuo davanti all’Eterno, e faccia egli sparire dalla terra la di lui memoria,
15séu þær ætíð fyrir sjónum Drottins og hann afmái minningu þeirra af jörðunni
16perch’egli non si è ricordato d’usar benignità, ma ha perseguitato il misero, il povero, il tribolato di cuore per ucciderlo.
16sakir þess, að hann mundi eigi eftir að sýna elsku, heldur ofsótti hinn hrjáða og snauða og hinn ráðþrota til þess að drepa hann.
17Egli ha amato la maledizione, e questa gli è venuta addosso; non si è compiaciuto nella benedizione, ed essa si tien lungi da lui.
17Hann elskaði bölvunina, hún bitni þá á honum, hann smáði blessunina, hún sé þá fjarri honum.
18S’è vestito di maledizione come della sua veste, ed essa è penetrata come acqua, dentro di lui, e come olio, nelle sue ossa.
18Hann íklæddist bölvuninni sem kufli, hún læsti sig þá inn í innyfli hans sem vatn og í bein hans sem olía,
19Siagli essa come un vestito di cui si cuopra, come una cintura di cui sia sempre cinto!
19hún verði honum sem klæði, er hann sveipar um sig, og sem belti, er hann sífellt gyrðist.
20Tal sia, da parte dell’Eterno, la ricompensa dei miei avversari, e di quelli che proferiscono del male contro l’anima mia.
20Þetta séu laun andstæðinga minna frá Drottni og þeirra, er tala illt í gegn mér.
21Ma tu, o Eterno, o Signore, opera in mio favore, per amor del tuo nome; poiché la tua misericordia è buona, liberami,
21En þú, Drottinn Guð, breyt við mig eftir gæsku miskunnar þinnar, frelsa mig sakir nafns þíns,
22perché io son misero e povero, e il mio cuore è piagato dentro di me.
22því að ég er hrjáður og snauður, hjartað berst ákaft í brjósti mér.
23Io me ne vo come l’ombra quando s’allunga, sono cacciato via come la locusta.
23Ég hverf sem hallur skuggi, ég er hristur út eins og jarðvargar.
24Le mie ginocchia vacillano per i miei digiuni, e la mia carne deperisce e dimagra.
24Kné mín skjögra af föstu, og hold mitt tærist af viðsmjörsskorti.
25Son diventato un obbrobrio per loro; quando mi vedono, scuotono il capo.
25Ég er orðinn þeim að spotti, þegar þeir sjá mig, hrista þeir höfuðið.
26Aiutami, o Eterno, mio Dio, salvami secondo la tua benignità,
26Veit mér lið, Drottinn, Guð minn, hjálpa mér eftir miskunn þinni,
27e sappiano essi che questo è opera della tua mano, che sei tu, o Eterno, che l’hai fatto.
27að þeir megi komast að raun um, að það var þín hönd, að það varst þú, Drottinn, sem gjörðir það.
28Essi malediranno, ma tu benedirai; s’innalzeranno e resteran confusi, ma il tuo servitore si rallegrerà.
28Bölvi þeir, þú munt blessa, verði þeir til skammar, er rísa gegn mér, en þjónn þinn gleðjist.
29I miei avversari saranno vestiti di vituperio e avvolti nella loro vergogna come in un mantello!
29Andstæðingar mínir íklæðist svívirðing, sveipi um sig skömminni eins og skikkju.
30Io celebrerò altamente l’Eterno con la mia bocca, lo loderò in mezzo alla moltitudine;
30Ég vil lofa Drottin mikillega með munni mínum, meðal fjölmennis vil ég vegsama hann,því að hann stendur hinum snauða til hægri handar til þess að hjálpa honum gegn þeim er sakfella hann.
31poiché egli sta alla destra del povero per salvarlo da quelli che lo condannano a morte.
31því að hann stendur hinum snauða til hægri handar til þess að hjálpa honum gegn þeim er sakfella hann.