Norwegian

Icelandic

Job

34

1Og Elihu tok atter til orde og sa:
1Og Elíhú tók aftur til máls og sagði:
2Hør mine ord, I vise, og lån mig øre, I forstandige!
2Heyrið, þér vitrir menn, orð mín, og þér fróðir menn, hlustið á mig.
3Øret prøver jo ord, likesom ganen smaker mat.
3Því að eyrað prófar orðin, eins og gómurinn smakkar matinn.
4La oss velge det som er rett; la oss sammen søke å finne ut hvad der er godt!
4Vér skulum rannsaka, hvað rétt er, komast að því hver með öðrum, hvað gott er.
5Job har jo sagt: Jeg er rettferdig, og Gud har tatt min rett fra mig;
5Því að Job hefir sagt: ,,Ég er saklaus, en Guð hefir svipt mig rétti mínum.
6tross min rett skal jeg være en løgner; en drepende pil har rammet mig, enda der ingen brøde er hos mig.
6Þótt ég hafi rétt fyrir mér, stend ég sem lygari, banvæn ör hefir hitt mig, þótt ég hafi í engu brotið.``
7Hvem er en mann som Job, han som drikker bespottelse som vann* / {* JBS 15, 16.}
7Hvaða maður er eins og Job, sem drekkur guðlast eins og vatn
8og gir sig i lag med dem som gjør ondt, og søker omgang med ugudelige menn?
8og gefur sig í félagsskap við þá, sem illt fremja, og er í fylgi við óguðlega menn?
9For han har sagt: En mann har intet gagn av at han holder vennskap med Gud.
9Því að hann hefir sagt: ,,Maðurinn hefir ekkert gagn af því að vera í vinfengi við Guð.``
10Derfor, I forstandige, hør på mig! Det være langt fra Gud å gjøre noget syndig og fra den Allmektige å være urettferdig!
10Fyrir því, skynsamir menn, heyrið mig! Fjarri fer því, að Guð aðhafist illt og hinn Almáttki fremji ranglæti.
11Han lønner mennesket efter dets gjerninger og gjengjelder mannen efter hans ferd.
11Nei, hann geldur manninum verk hans og lætur manninum farnast eftir breytni hans.
12Ja sannelig, Gud gjør ikke noget syndig, og den Allmektige forvender ikke retten.
12Já, vissulega fremur Guð ekki ranglæti, og hinn Almáttki hallar ekki réttinum.
13Hvem har overgitt jorden til hans varetekt, og hvem har overlatt hele jorderike til ham?
13Hver hefir fengið honum jörðina til varðveislu, og hver hefir grundvallað allan heiminn?
14Dersom han bare vilde tenke på sig selv og dra sin Ånd og sin ånde til sig igjen,
14Ef hann hugsaði aðeins um sjálfan sig, ef hann drægi til sín anda sinn og andardrátt,
15da skulde alt kjød opgi ånden på én gang, og mennesket bli til støv igjen.
15þá mundi allt hold gefa upp andann og maðurinn aftur verða að dufti.
16Men gi nu akt og hør på dette, lytt nøye til mine ord!
16Hafir þú vit, þá heyr þú þetta, hlusta þú á hljóm orða minna.
17Kan vel en som hater retten, være hersker? Eller tør du fordømme den Rettferdige, den Mektige?
17Getur sá stjórnað, sem hatar réttinn? Eða vilt þú dæma hinn réttláta, volduga?
18Sier vel nogen til en konge: Din niding, eller til en fyrste: Du ugudelige?
18þann sem segir við konunginn: ,,Þú varmenni!`` við tignarmanninn: ,,Þú níðingur!``
19Gud tar jo ikke parti for fyrster og akter ikke en rik høiere enn en fattig? De er jo alle hans henders verk.
19sem ekki dregur taum höfðingjanna og gjörir ekki ríkum hærra undir höfði en fátækum, því að handaverk hans eru þeir allir.
20I et øieblikk dør de, midt om natten; folket raver og forgår, og den mektige rykkes bort, ikke ved menneskehånd.
20Skyndilega deyja þeir, og það um miðja nótt, fólkið verður skelkað, og þeir hverfa, og hinn sterki er hrifinn burt, en eigi af manns hendi.
21For hans øine vokter på hver manns veier, og han ser alle hans skritt;
21Því að augu Guðs hvíla yfir vegum hvers manns, og hann sér öll spor hans.
22det finnes intet mørke og ingen dødsskygge hvor de som gjør ondt kan skjule sig;
22Ekkert það myrkur er til eða sú niðdimma, að illgjörðamenn geti falið sig þar.
23Gud har ikke nødig å gi lenge akt på en mann før han må møte for Guds dom.
23Því að Guð þarf ekki fyrst að gefa manni gaum, til þess að hann komi fyrir dóm hans.
24Han knuser de mektige uten å granske deres sak og setter så andre i deres sted.
24Hann brýtur hina voldugu sundur rannsóknarlaust og setur aðra í þeirra stað.
25Ja, han kjenner deres gjerninger, og han slår dem ned om natten så de går til grunne.
25Þannig þekkir hann verk þeirra og steypir þeim um nótt, og þeir verða marðir sundur.
26Han tukter dem som ugjerningsmenn, på et sted hvor alle kan se det;
26Hann hirtir þá sem misgjörðamenn í augsýn allra manna,
27for derfor vek de bort fra ham og aktet ikke på nogen av hans veier,
27vegna þess að þeir hafa frá honum vikið og vanrækt alla vegu hans
28forat de skulde la de fattiges skrik komme for ham, forat han skulde høre de undertryktes rop.
28og látið kvein hins fátæka berast til hans, en hann heyrði kvein hinna voluðu.
29Lar han være å skride inn, hvem tør da fordømme ham? Skjuler han sitt åsyn, hvem får da se ham? Både med et folk og med et enkelt menneske gjør han jo således,
29Haldi hann kyrru fyrir, hver vill þá sakfella hann? og byrgi hann auglitið, hver fær þá séð hann? Þó vakir hann yfir þjóð og einstaklingi,
30forat et gudløst menneske ikke skal herske, forat det ikke skal være snarer for folket.
30til þess að guðlausir menn skuli ekki drottna, til þess að þeir séu ekki snörur lýðsins.
31For har vel et slikt menneske nogensinne sagt til Gud: Jeg har vært overmodig, jeg vil herefter ikke gjøre det som ondt er;
31Því að segir nokkur við Guð: ,,Mér hefir verið hegnt og breyti þó ekki illa.
32det jeg ikke ser, det må du lære mig; har jeg gjort urett, så vil jeg ikke gjøre det mere?
32Kenn þú mér það, sem ég sé ekki. Hafi ég framið ranglæti, skal ég eigi gjöra það framar``?
33Skulde han vel gjengjelde efter ditt tykke? Du har jo klandret ham*. Så må du velge og ikke jeg, og hvad du vet, får du si. / {* nemlig for hans gjengjeldelse.}
33Á hann að endurgjalda eftir geðþótta þínum, af því að þú hafnar? því að þú átt að velja, en ekki ég. Og seg nú fram það, er þú veist!
34Forstandige menn vil si til mig, ja hver vismann som hører på mig:
34Skynsamir menn munu segja við mig, og vitur maður, sem á mig hlýðir:
35Job taler uten skjønnsomhet, og hans ord er ikke forstandige.
35,,Job talar ekki hyggilega, og orð hans eru ekki skynsamleg.``
36Gid Job måtte bli prøvd uavlatelig, fordi han har svart på onde menneskers vis!
36Ó að Job mætti reyndur verða æ að nýju, af því að hann svarar eins og illir menn svara.Því að hann bætir misgjörð ofan á synd sína, hann klappar saman höndunum framan í oss og heldur langar ræður móti Guði.
37For til sin synd legger han brøde; her iblandt oss klapper han i hendene* og bruker mange ord om Gud. / {* d.e. han håner; JBS 27, 23.}
37Því að hann bætir misgjörð ofan á synd sína, hann klappar saman höndunum framan í oss og heldur langar ræður móti Guði.